Vegvísir um minnkun gróðurhúsalofttegunda frá landbúnaði í vinnslu
Verkefnið er liður í sóknaráætlun Íslands í loftslagsmálum og munu niðurstöður þess nýtast inn í aðgerðaráætlun Íslands í loftslagsmálum sem liggja á fyrir í lok árs.
Samningurinn felur í sér að Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins leitar samstarfs við 4-5 bú þar sem lagt verður mat á losun gróðurhúsalofttegunda vegna búrekstursins og landnotkunar. Jafnframt verður leitað leiða til að draga úr losun í samvinnu við þátttakendur í verkefninu og gerð áætlun um raunhæfar aðgerðir til þess.
Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins mun leita samstarfs við aðila á sviði rannsókna, menntunar, þróunar, tæknilausna, landbúnaðartengdrar starfsemi, ríkis og sveitarfélaga í þeim tilgangi að þróa samstarfsnet sem getur nýst til framtíðar við stefnumótun og þróun lausna.