Hoppa yfir valmynd
8. júní 2017 Utanríkisráðuneytið

Átt þú hagsmuna að gæta í viðskiptum við MERCOSUR-ríkin?

Vegna fyrirhugaðra fríverslunarviðræðna EFTA og MERCOSUR-tollabandalagsins hvetur utanríkisráðuneytið fyrirtæki til að koma á framfæri upplýsingum um viðskiptahagsmuni í ríkjum MERCOSUR, en þau eru Argentína, Brasilía, Úrugvæ og Paragvæ.

Ráðuneytið fer með gerð fríverslunarsamninga fyrir hönd íslenskra stjórnvalda og eru flestir fríverslunarsamningar Íslands gerðir í samstarfi við samstarfsríkin í EFTA (Noreg, Sviss og Liechtenstein). Nú eru að hefjast fríverslunarviðræður við MERCOSUR-tollabandalagið og er gert ráð fyrir að fyrirhugaður fríverslunarsamningur muni ná til bæði vöru- og þjónustuviðskipta, ásamt því að samið verði um ákvæði um aðra þætti s.s. upprunareglur, hollustuhætti og samstarf á ýmsum sviðum.

Utanríkisráðuneytið hvetur fyrirtæki og einstaklinga eindregið til að koma á framfæri við ráðuneytið upplýsingum um viðskiptahagsmuni í fyrrgreindum ríkjum MERCOSUR-tollabandalagsins á sviði vöru- og þjónustuviðskipta sem óskað er eftir að lögð verði áhersla á í viðræðunum. Ef fyrirtæki koma sjónarmiðum sínum á framfæri tímanlega getur íslenska samninganefndin haft þau að leiðarljósi við gerð samningsins.

Hægt er að koma ábendingum á framfæri við Bergþór Magnússon á viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins í s. 545-9937 og á netfangið [email protected]

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

Heimsmarkmið - mynd
Heimsmarkmið - mynd

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta