Fyrsta lota viðræðna EFTA við MERCOSUR-ríkin
MERCOSUR er tollablandalag fjögurra ríkja, Argentínu, Brasilíu, Paragvæ og Úrugvæ. Samtals er íbúafjöldi þeirra um 260 milljónir.
Meðal efnisatriða sem rætt var um má nefna vöruviðskipti, upprunareglur, þjónustuviðskipti, fjárfestingar, vernd hugverkaréttinda, opinber innkaup og viðskipti og sjálfbæra þróun. Ekki er enn farið að ræða markaðsaðgang fyrir einstakar vörur.
Utanríkisráðuneytið hvetur fyrirtæki og einstaklinga eindregið til að koma á framfæri við ráðuneytið upplýsingum um viðskiptahagsmuni í fyrrgreindum ríkjum MERCOSUR-tollabandalagsins á sviði vöru- og þjónustuviðskipta sem óskað er eftir að lögð verði áhersla á í viðræðunum. Ef fyrirtæki koma sjónarmiðum sínum á framfæri tímanlega getur íslenska samninganefndin tekið mið af þeim í samningaviðræðunum.
Næsta samningalota fer fram í Genf dagana 28. ágúst til 1. september.