Lykillinn að sjálfbærri þróun ferðamannastaða: Málstofa í Hörpu
Efnahags- og framfarastofnunin, OECD, kynnir 27. júní nýja skýrslu um íslensk efnahagsmál. Slík skýrsla er gefin út á tveggja ára fresti. Í skýrslunni er að þessu sinni sérstök umfjöllun um stöðu ferðaþjónustunnar og í ljósi þess boðar fjármála- og efnahagsráðuneytið til málstofu í samstarfi við Seðlabanka Íslands og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið. Málstofan er öllum opin en yfirskrift hennar er What is the Key to Sustainable Destination Development in Iceland? (Hver er lykillinn að sjálfbærri þróun ferðamannastaða á Íslandi?)
Málstofan fer fram á ensku. Hún er haldin í Kaldalóni í Hörpu 27. júní næstkomandi klukkan 14-16.
Dagskrá málstofunnar er eftirfarandi:
Opnunarávarp
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ráðherra ferðamála
Erindi
Julien Daubanes, Assistant Professor, University of Copenhagen:
Sustainable Management of Productive Natural Capital
Dr. Gunnþóra Ólafsdóttir, landfræðingur, Rannsóknamiðstöð ferðamála og gestarannsakandi við Háskólann í Exeter og Háskólann í Lúxemborg: Towards sustainable development of Icelandic tourism: How scientific knowledge about the nature of nature-based tourism can help to protect the natural resource, eða Í átt að sjálfbærri þróun íslenskrar ferðaþjónustu: Hvernig vísindaleg þekking á eðli náttúrutengdrar ferðamennsku getur hjálpað okkur að vernda auðlindina.
Pallborð
Julien Daubanes, Gunnþóra Ólafsdóttir, Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri, Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri, Douglas Sutherland hagfræðingur OECD, Jane Stacey, ferðamálasérfræðingur OECD.
Lokaávarp
Mari Kiviniemi, aðstoðarframkvæmdastjóri OECD.
Fundarstjóri Edda Hermannsdóttir, hagfræðingur.