Hoppa yfir valmynd
26. júní 2017 Heilbrigðisráðuneytið

Skýrsla fagráðs um sjúkraflutninga með þyrlum

Sjúkraflutningar - myndHeilbrigðisráðuneytið

Fagráð um sjúkraflutninga hefur tekið saman skýrslu um notkun á þyrlum hér á landi til að sinna flutningi á bráðveikum og slösuðum sjúklingum. Formaður fagráðsins kynnti heilbrigðisráðherra efni skýrslunnar og tillögur ráðsins á fundi í liðinni viku.

Viðar Magnússon, formaður fagráðs sjúkraflutninga, er höfundur skýrslunnar fyrir hönd ráðsins. Skýrslan er unnini að frumkvæði fagráðsins en hlutverk þess er að vera ráðherra til ráðgjafar um öll fagleg málefni er varða sjúkraflutninga og skylda starfsemi líkt og nánar er skilgreint í reglugerð um framkvæmd og skipulag sjúkraflutninga nr. 262/2011.

Í skýrslunni er meðal annars bent á hvernig sérhæfð meðferð skili sífellt betri árangri við alvarleg slys og bráð veikindi en til að hún skili besta mögulega árangri þurfi að veita hana sem fyrst. Þessi meðferð sé aðallega veitt á Landspítala og langar vegalengdir hamli þess vegna því að þeir sem slasast eða veikjast utan Reykjavíkur fái bestu meðferð. Vísað er til þess að erlendis séu þyrlur og flugvélar notaðar til að bæta aðgengi íbúa í dreifbýli að sérhæfðri meðferð og er lagt til að svo verði einnig gert hér á landi. Þannig megi stuðla að þeim markmiðum laga um heilbrigðisþjónustu „að allir landsmenn eigi kost á fullkomnustu heilbriðgisþjónustu sem á hverjum tíma eru tök á að veita.“

Í skýrslunni er fjallað um kostnað við kaup og rekstur á litlum þyrlum til sjúkraflutninga. Bent er á að stórar og öflugar þyrlur Landhelgisgæslunnar geti flogið í flestum veðrum til að sinna björgunarverkefnum. Litlar þyrlur til sjúkraflutninga henti aftur á móti betur til sjúkraflutninga og séu ódýrari í innkaupum og rekstri. Til að ná til allra landsmanna með 30 mínútna flugtíma er það mat skýrsluhöfunda þörf sé á þremur til fjórum starfsstöðvum fyrir þyrlur hér á landi.

Fagráð sjúkraflutninga leggur til að komið verði á fót sérstakri sjúkraþyrlu á Suður- og Vesturlandi til reynslu í eitt til tvö ár tl að skoða nánar gagnsemi og rekstrarþætti áður en framtíðarfyrirkomulag er ákveðið.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á hjalp@utn.is

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta