Hoppa yfir valmynd
4. júlí 2017 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Nefnd um endurskoðun bótakerfa

Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, hefur skipað nefnd til að endurskoða kerfi barnabóta, vaxtabóta, barnalífeyris og húsnæðibóta. Horft er til þess að fjárhagslegum stuðningi verði beint í ríkara mæli að lægri tekjuhópum.

Í skipunarbréfi nefndarinnar er vísað til þess markmiðs ríkisstjórnarinnar að fjárhagslegum stuðningi verði beint í ríkara mæli að lægri tekjuhópum, óháð uppruna tekna og eigi það jafnt við um barnabætur og barnalífeyri rétt eins og húsnæðisstuðning og annan stuðning. Sérstaklega skuli horft til þess hvernig áðurnefnd kerfi styðja við einstæða foreldra. Í þessu skyni þurfi að einfalda kerfin og eftir atvikum sameina þau, þannig stuðningurinn verði raunverulegur liður í því að bæta kjör þessa hóps.

Nefndinni er m.a. ætlað að greina hvar svokallaðar fátæktargildrur myndast. Skal nefndin meðal annars taka mið af ráðleggingum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins frá 2015 hvað þetta varðar, en einnig líta til nágrannalandanna. Hlutverk nefndarinnar er í samræmi við þetta að leggja fram tillögur eða sviðsmyndir um leiðir að þessum markmiðum, nauðsynlegar lagabreytingar sem og að meta kostnað þar um. Þá skal nefndin greina áhrif slíkra breytinga á mismunandi tekjuhópa með greiningu á raungögnum.

Eins og segir í skipunarnbréfi nefndarinnar mun fjármálaráðherra skipa nefnd um endurskoðun tekjuskattskerfisins og skulu þessar tvær nefndir í ljósi mikilvægis samspils tekjuskattkerfa og bótakerfa bera saman bækur sínar og vinna saman eftir því sem þörf krefur.

Nefndin er þannig skipuð:

  • Ágúst Þór Sigurðsson, fulltrúi velferðarráðuneytisins, formaður
  • Hlynur Hallgrímsson, fulltrúi fjármála- og efnahagsráðuneytisins
  • Karl Pétur Jónsson, aðstoðarmaður félags- og jafnréttismálaráðherra
  • Lísa Margrét Sigurðardóttir, fulltrúi velferðarráðuneytisins
  • Margrét Björk Svavarsdóttir, fulltrúi fjármála- og efnahagsráðuneytisins
  • Nökkvi Bragason, fulltrúi fjármála- og efnahagsráðuneytisins
  • Ólafía B. Rafnsdóttir, aðstoðarmaður fjármála- og efnahagsráðherra
  • Rósa Guðrún Bergþórsdóttir, fulltrúi velferðarráðuneytisins
  • Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, aðstoðarmaður félags- og jafnréttismálaráðherra

Starfsmaður nefndarinnar er Linda Fanney Valgeirsdóttir.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta