Umsækjendur um embætti forstjóra Þjónustu- og þekkingarmiðstöðvarinnar
Tíu sóttu um embætti forstjóra Þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga sem velferðarráðuneytið auglýsti laust til umsóknar 10. júní síðastliðinn.
Þjónustu- og þekkingarmiðstöðin starfar samkvæmt lögum um stofnunina nr. 160/2008. Markmið hennar er að auka möguleika þeirra sem eru blindir, sjónskertir eða daufblindir til virkni og þátttöku á öllum sviðum samfélagsins til jafns við aðra, með áherslu á stuðning til náms, sjálfstæðs heimilishalds, virkra tómstunda og atvinnuþátttöku. Forstjóri ber ábyrgð á rekstri stofnunarinnar og að starfsemi hennar sé í samræmi við lög og stjórnvaldsfyrirmæli.
Umsækjendur um embætti forstjóra eru eftirtaldir:
- Brynhildur Barðadóttir, ráðgjafi
- Guðmundur Rúnar Árnason, verkefnastjóri
- Gunnar Kristinn Þórðarson, stuðningsfulltrúi
- Helgi Hjörvar, fyrrverandi alþingismaður
- Héðinn Svarfdal Björnsson, sérfræðingur
- Íris Arnlaugsdóttir, verkefnastjóri
- Kristján Sverrisson, forstjóri
- Margrét María Sigurðardóttir, fyrrverandi umboðsmaður barna
- Sólveig Hjaltadóttir, framkvæmdastjóri
- Þorbjörg Gunnarsdóttir, starfandi forstjóri
Ráðgefandi hæfnisnefnd, skipuð þremur einstaklingum, mun meta hæfni umsækjenda og skila greinargerð til félags- og jafnréttismálaráðherra. Nefndin starfar samkvæmt reglum um ráðgefandi nefndir er meta hæfni umsækjenda um embætti við Stjórnarráð Íslands.