Hoppa yfir valmynd
13. júlí 2017 Matvælaráðuneytið

Tillögur starfshóps um framtíðarskipan byggðakvóta

Starfshópur um endurskoðun á framtíðarskipan byggðakvóta var skipaður 18. apríl 2017 af Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Starfshópinn skipuðu:

  • Þóroddur Bjarnason prófessor formaður,
  • Guðmundur Kristján Jónsson aðstoðarmaður sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,
  • Hinrik Greipsson sérfræðingur á sviði fiskveiðistjórnunar
  • Kristján Torfi Einarsson sjómaður.

Starfshópnum var með skipunarbréfi falið endurskoða löggjöf og framkvæmd almenns byggðakvóta og sértæks byggðakvóta Byggðastofnunar með tilliti til byggðafestuáhrifa og hámarka nýtingu þess hluta 5,3% sem dregið er frá heildarafla og ráðstafað er til þessara tveggja þátta.

Starfshópurinn hélt samráðsfundi með hagsmunaaðilum og sérfræðingum í sjávarútvegi, atvinnuþróun og sveitarstjórnarmálum á Akureyri, Borgarnesi , Egilsstöðum og Flateyri. Starfshópurinn skilaði tillögum sínum til ráðherra 9. júní 2017 og kynnti helstu atriði þeirra á opnum fundum á Breiðdalsvík, Hvammstanga, Raufarhöfn, Reykjavík og Þingeyri.

Ráðuneytið leggur lokaskýrslu starfshópsins hér með fram til kynningar og óskar eftir athugasemdum ([email protected]) fyrir 1. ágúst 2017. Athugasemdir munu fylgja skýrslu starfshópsins við frekari úrvinnslu innan ráðuneytisins.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta