Hoppa yfir valmynd
21. júlí 2017 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Ráðherra hefur endurheimt votlendis við Urriðavatn

Ráðherra hafði skurðgröfu til verksins. - mynd

Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, markaði í gær upphaf vinnu við endurheimt votlendis við Urriðavatn í Garðabæ með því að moka ofan í skurð við vatnið. Um leið undirrituðu Garðabær, Landgræðsla ríkisins, Toyota á Íslandi, Urriðaholt ehf og Byggingarfélag Gylfa og Gunnars samning um endurheimt votlendisins.

Urriðavatn og umhverfi er á náttúruminjaskrá og markmið verkefnisins er að færa land í átt til fyrra horfs og skapa lífsskilyrði fyrir gróður og dýralíf sem áður ríkti og skapa einnig aukið svigrúm fyrir útivistaraðstöðu í umhverfi Urriðavatns.

Verkið felst í uppfyllingu skurða sem eru 815 lengdarmetrar með aðfluttu efni úr næsta nágrenni eða frá Urriðaholti, ásamt efni á bökkum skurðanna. Með tímanum ætti endurheimt votlendi að binda kolefni í stað þess að losa það út í andrúmsloftið en votlendi geyma verulegan hluta kolefnisforða jarðarinnar.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta