Kannaður áhugi á að bjóða í þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd
Birt hefur verið á evrópska efnahagssvæðinu forauglýsing um samning um aðstoð og þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd. Áhugasömum aðilum er boðið að láta áhuga sinn í ljós og er veittur frestur til 1. september.
Markmið samningsins er að tryggja öllum umsækjendum um alþjóðlega vernd félagslegan stuðning, upplýsingagjöf og sjálfstæða og óháða hagsmunagæslu. Tilgangurinn er að jafnræðis sé gætt, umsækjendur fái vandaða málsmeðferð, viðeigandi þjónustu og eigi greiðan aðgang að stuðningi og upplýsingum.
Í forauglýsingunni kemur meðal annars fram hvers konar þjónusta skuli veitt í þessu sambandi, til dæmis varðandi félagslega aðstoð og réttargæslu.