Hoppa yfir valmynd
31. ágúst 2017 Utanríkisráðuneytið

Samstarfssamningur við Færeyjar og Grænland undirritaður

Ráðherrarnir þrír við undirritunina - mynd

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra átti í dag fund með Poul Michelsen, utanríkisráðherra Færeyja og Erik Jensen, ráðherra sveitarstjórnarmála og innviða á Grænlandi. Á fundinum undirrituðu ráðherrarnir samstarfssamning milli landana en um er að ræða almennan rammasamning þar sem formfest er almennt þríhliða samstarf landanna þriggja, sem hefur hingað til að mestu verið byggt á tvíhliða samstarfi. Formfesting slíks þríhliða samstarfsvettvangs er í samræmi við vilja stjórnvalda í löndunum þremur til nánara samstarfs þeirra á milli. Í samningnum er fest í sessi að utanríkisráðherrar landanna þriggja haldi árlega samráðsfundi. Þá er komið á fót vinnuhópi embættismanna landanna þriggja, sem m.a. er ætlað að hafa yfirsýn yfir núverandi samstarf landanna, gera tillögur um aukið samstarf þeirra og vinna að því að ryðja úr vegi viðskiptahindrunum milli landanna með það að markmiði að auka viðskipti.

Vestnorrænt samstarf á norðurslóðum var þá til umræðu á ársfundi Vestnorræna ráðsins sem fram fór í Alþingishúsinu í dag og flutti utanríkisráðherra framsöguræðu ásamt starfsbræðrum sínum frá Færeyjum og Grænlandi. Í máli sínu lagði Guðlaugur Þór áherslu á gildi vestnorræns samstarfs á norðurslóðum og mikilvægi Norðurskautsráðsins, en Vestnorræna ráðið hlaut áheyrnaraðild að Norðurskautsráðinu fyrr á þessu ári. Ennfremur greindi utanríkisráðherra undirbúningi Íslands fyrir formennsku í Norðurskautsráðinu á árabilinu 2019-2021.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta