Hoppa yfir valmynd
7. september 2017 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Ráðherra lýkur heimsóknum í stofnanir umhverfis- og auðlindaráðuneytisins

Ráðherra heimsótti Þingvelli í blíðskaparveðri. F.v. Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður, Björt Ólafsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra, Vilhjálmur Árnason formaður Þingvallanefndar og Einar Á. E. Sæmundssen fræðslufulltrúi Þjóðgarðsins á Þingvöllum.  - mynd

Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, heimsótti í gær Þjóðgarðinn á Þingvöllum og hefur hún þar með heimsótt allar stofnanir ráðuneytisins frá því hún tók við embætti fyrr á árinu.

Fimmtán stofnanir heyra undir umhverfis- og auðlindaráðherra og er hefð fyrir því að ráðherra kynni sér starfsemi þeirra með heimsóknum eftir embættistöku. Í heimsóknunum gefst ráðherra kostur á að hitta starfsfólk stofnananna, kynna sér rekstur þeirra, stærstu viðfangsefnin hverju sinni og framtíðarsýn.

Þær stofnanir sem ráðherra hefur heimsótt undanfarna mánuði eru Náttúrufræðistofnun Íslands, Umhverfisstofnun, Veðurstofa Íslands, Skipulagsstofnun, Landgræðsla ríkisins, Mannvirkjastofnun, Íslenskar orkurannsóknir, Stofnun Vilhjálms Stefánssonar, Vatnajökulsþjóðgarður, Úrvinnslusjóður, Skógræktin, Náttúrurannsóknarstöðin við Mývatn, Landmælingar Íslands, Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála og nú síðast Þjóðgarðurinn á Þingvöllum.

Myndir úr heimsóknunum

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta