Hoppa yfir valmynd
12. september 2017 Matvælaráðuneytið

Aukin framlög til eflingar hafrannsókna

Aukin framlög til eflingar hafrannsókna eru markverðasta breyting á áherslum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra vegna fjárlagafrumvarps árið 2018.

Sjávarútvegur og fiskeldi

Áætluð heildarútgjöld til málefnasviðins eru 6.634 m.kr. og aukast um 327,4 m.kr. frá fyrra ári eða um 5,2%. Þar munar mestu um 165 m.kr. framlag til Hafrannsóknastofnunar vegna eflingar rannsókna á uppsjávarstofnum. Útbreiðsla og stærð ýmissa fiskistofna hefur breyst umtalsvert undanfarin ár vegna breyttra hafstrauma og sjávarhita og eru rannsóknir því kostnaðarsamari en áður. Þessar breytingar koma hvað skýrast fram í uppsjávarstofnum. Gert er ráð fyrir að efla rannsóknir með fjölgun úthaldsdaga rannsóknarskipa. Auk þess er 30 m.kr. forgangsraðað til stofnunarinnar  vegna ráðningar þriggja sérfræðinga sem styðja munu verkefnið.

Vegna tímabærrar endurnýjunar á tölvustýribúnaði rannsóknaskipsins Árna Friðrikssonar er 55 m.kr. forgangsraðað til Hafrannsóknastofnunar. Með þessu er ætlað að tryggja afköst og virkni skipsins og þar með nauðsynlegar rannsóknir til næstu ára.

Ennfremur er 11  m.kr. forgangraðað innan málefnasviðsins til þess að styrkja starfsemi Verðlagsstofu skiptaverðs, eins og fyrirheit voru gefin um við gerð kjarasamninga sjómanna.

Þá er gert ráð fyrir því að fjárheimild málefnasviðsins hækki um 20 m.kr. vegna Umhverfissjóðs sjókvíaeldis, en sjóðnum er ætlað að lágmarka umhverfisáhrif fiskeldis og er liður í áætlun stjórnvalda til að bregðast við auknum umsvifum í greininni.

Landbúnaður

Útgjöld til landbúnaðarmála eru að mestu bundin og ákvörðuð af búvörusamningi. Áætluð heildarútgjöld til málaflokksins á fjárlögum 2018 eru 15.966,3 m.kr. Það er aukning um 195,2 m.kr. frá fyrra ári eða 1,2%.

Matvælastofnun nýtur forgangsröðunar, 34 m.kr. vegna fjölgunar verkefna og víðtækara eftirlitshlutverks stofnunarinnar. Þar af helgast 19 m.kr. af innleiðingu nýrra reglna Evrópusambandsins um lífræna ræktun og aukinnar áherslu á vöktun áhættuþátta matvælaöryggis.

Þá hækkar fjárheimild MAST um 15 m.kr. vegna uppfærslu tölvukerfa stofnunarinnar. Framlagið tengist búvörusamningum og er ætlað að stuðla að bættri upplýsingaöflun um framleiðni í greininni.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

Heimsmarkmið - mynd
Heimsmarkmið - mynd

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta