Gögn í máli Roberts Downey
Í samræmi við úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál sem birtur var á vef dómsmálaráðuneytisins fyrr í dag veitir ráðuneytið aðgang að eftirfarandi gögnum sem Robert Downey, áður Róbert Árni Hreiðarsson, lagði fram með beiðni um uppreist æru.
- Umsókn til forseta Íslands, dags. 17. september 2014, um uppreist æru. Þó ber ráðuneytinu að afmá upplýsingar um símanúmer umsækjandans.
- Bréfi umsækjanda, dags. 8. apríl 2016, þar sem umsókn er ítrekuð. Þó ber ráðuneytinu að afmá upplýsingar um símanúmer og netföng umsækjanda og votta.
- Vottorðum sem lögð voru fram með umsókninni. Þó ber ráðuneytinu að afmá síðustu efnisgrein vottorðs, dags. 3. september 2014, og þriðju og fjórðu efnisgrein vottorðs, dags. 7. september 2014.
- Tilkynningu Fangelsismálastofnunar ríkisins til umsækjanda, dags. 7. desember 2010, þar sem tilkynnt er um veitingu reynslulausnar.