Hoppa yfir valmynd
12. september 2017 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Samkvæmt fjárlagafrumvarpi 2018 munu útgjöld til umhverfismála nema 16,9 milljörðum króna.

Aðgerðaáætlun í loftslagsáætlun er í vinnslu og áætlað er að hún verði tilbúin til kynningar í upphafi árs 2018.  Í áætluninni verða tímasettar og mælanlegar aðgerðir og þannig munu tekjur og gjöld vegna nýrra loftslagsaðgerða dreifast á mörg ráðuneyti. 

Í haust verður lögð fram þingsályktunartillaga um tólf ára stefnumarkandi landsáætlun til verndar íslenskum náttúruperlum og menningarsögulegum minjum.  Á grunni landsáætlunar er lögð fram verkefnaáætlun til þriggja ára og í fjárlagafrumvarpi er stigið fyrsta skrefið í fjármögnun hennar.

Í fjárlagafrumvarpi er gert ráð fyrir varanlegri fjármögnum stjórnunar vatnamála sem er ætlað að stuðla að sjálfbærri nýtingu vatns og langtímavernd vatnsauðlindarinnar.

Á næstu misserum verður lögð áhersla á að efla stjórnsýslu og stefnumótun um sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda landsins.  Á næsta ári er gert ráð fyrir að leggja fram samræmt yfirlit yfir náttúruauðlindir landsins.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta