Hoppa yfir valmynd
20. september 2017 Dómsmálaráðuneytið

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar hefst 20. september

Kjördagur fyrir kosningar til Alþingis hefur verið ákveðinn hinn 28. október 2017 og mun atkvæðagreiðsla utan kjörfundar hefjast hjá sýslumönnum og utanríkisþjónustunni hefjast í dag, miðvikudaginn 20. september, eða svo fljótt sem kostur er, í samræmi við XII. kafla laga um kosningar til Alþingis nr. 24/2000

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar fer fram á eftirfarandi stöðum:

Innanlands: Hjá sýslumönnum um allt land, á aðalskrifstofum eða í útibúum þeirra. Þá getur sýslumaður einnig ákveðið að atkvæðagreiðsla á aðsetri embættis fari fram á sérstökum stað utan aðalskrifstofu, svo og að atkvæðagreiðsla fari fram á öðrum stað í umdæmi hans. Upplýsingar um kjörstaði og afgreiðslutíma vegna atkvæðagreiðslu utan kjörfundar er hægt að finna á vefsíðu sýslumanna. Sýslumenn auglýsa hver á sínum stað hvar og hvenær atkvæðagreiðslan fer fram.

Erlendis: Á skrifstofu sendiráðs, í sendiræðisskrifstofu eða í skrifstofu kjörræðismanns samkvæmt nánari ákvörðun utanríkisráðuneytisins. Utanríkisráðuneytið getur þó ákveðið að utankjörfundaratkvæðagreiðsla fari fram á öðrum stöðum erlendis. Utanríkisráðuneytið auglýsir hvar og hvenær atkvæðagreiðsla getur farið fram erlendis.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta