Hoppa yfir valmynd
21. september 2017 Innviðaráðuneytið

Skráning á samgönguþing stendur yfir

Skráning stendur nú yfir á samgönguþing sem haldið verður fimmtudaginn 28. september. Á þinginu verður meðal annars fjallað um framtíðarsýn í samgöngum, flug sem almenningssamgöngur, orkuskipti í samgöngum og næstu samgönguáætlun.

Þingið fer fram á Hótel Örk í Hveragerði og hefst klukkan 10 með ávarpi Jóns Gunnarssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og verður í fyrsta hluta þingsins fjallað um samgönguáætlun. Að því loknu verða flutt erindi um framtíðarsýn, hvítbók um ákvarðanatöku í samgöngumálu, innanlandsflug og framkvæmdir á stofnvegum út frá höfuðborgarsvæðinu. Á síðasta hluta þingsins verður rætt í málstofum um umferðaröryggi, orkuskipti í samgöngum, samgöngur á höfuðborgarsvæðinu og siglinga- og hafnamál.

Gert er ráð fyrir að samgönguþingi ljúki klukkan 16. Þátttakendur eru beðnir að skrá sig með því að senda tölvupóst á netfangið: [email protected]. Boðið verður uppá ókeypis ferð með rafrútu frá Reykjavík klukkan 9 að morgni fimmtudags og tilbaka að þingi loknu. Hægt verður einnig að koma í rútuna við bensínstöðina við Norðlingaholt. Tilkynna þarf einnig hvort þátttakendur vilja þiggja þetta far.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta