Hoppa yfir valmynd
28. september 2017 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Drög að reglugerð um vegi í náttúru Íslands í umsögn

Eiríksjökull af Kaldadal - myndHugi Ólafsson

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að reglugerð um vegi í náttúru Íslands. Reglugerðin fjallar um gerð skrár um vegi, aðra en þjóðvegi, í náttúru Íslands þar sem umferð vélknúinna ökutækja er heimil sbr. 32. gr. náttúruverndarlaga nr. 60/2013.

Reglugerðardrögin fela í sér að við gerð aðalskipulags eða svæðisskipulags geri sveitarfélög tillögu að skrá um vegi utan þjóðvega sem sé leiðbeinandi fyrir sveitarfélögin við gerð hennar. Í drögunum er kveðið á um samráð við gerð skrárinnar, til hvers beri að líta við mat um hvaða vegi skuli heimilt að aka og um flokkun á vegum. Einnig er kveðið á um meðferð og birtingu skrárinnar.

Umsögnum um drögin skal skilað fyrir 13. október n.k. á netfangið [email protected] eða í bréfpósti, á umhverfis- og auðlindaráðuneytið, Skuggasundi 1, 101 Reykjavík. 

Drög að reglugerð um vegi í náttúru Íslands (pdf-skjal)

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta