Áfangaskýrsla um rekstrarstöðu fyrirtækja í sjávarútvegi
Sjávarútvegsráðherra og formaður Atvinnuveganefndar ákváðu í sumarbyrjun að gerð skyldi úttekt á rekstrarstöðu fyrirtækja í sjávarútvegi. Þar skyldi m.a. horft sérstaklega til þess hvaða áhrif styrking krónunnar og sjómannaverkfallið hefðu haft og áhrifin á virðiskeðju sjávarútvegsins skoðuð sérstaklega.
Deloitte hefur nú skilað áfangaskýrslu og þar kemur fram að ytri skilyrði hafi verið óhagstæð á árinu 2016 og útlit sé fyrir að afkoman versni á árinu 2017. Upplýsingar frá Ríkisskattstjóra sem eru nauðsynlegar til að brjóta niðurstöðurnar niður á einstök útgerðarform munu liggja fyrir í nóvember og strax í kjölfarið mun lokaskýrslan verða kláruð.
Meðal helstu niðurstaðna í skýrslunni:
- Á árinu 2016 drógust tekjur í sjávarútvegi saman um 25 milljarða eða 9% og EBITDA lækkaði um 15 milljarða eða 22%.
- Afkoma botnfisksútgerða og vinnslu versnaði mest á milli ára.
- Á árunum 2016 og 2017 þróuðust ytri hagstærðir almennt með neikvæðum hætti fyrir sjávarútvegsfélög. Verðlag sjávarútvegsafurða lækkaði verulega í íslenskum krónum og launavísitalan hækkaði.