Hoppa yfir valmynd
17. október 2017 Forsætisráðuneytið

Tvíhliða fundir forsætisráðherra í tengslum við Hringborð norðurslóða

Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, ásamt Lisu Murkowski, öldungardeildarþingmanni Alaska - mynd

Í tengslum við Hringborð norðurslóða 13.-15. október sl., átti Bjarni Benediktsson forsætisráðherra nokkra tvíhliða fundi. Hann átti fund með Lisu Murkowski öldungardeildarþingmanni frá Alaska þar sem málefni norðurslóða, orku og loftslagsmál bar hæst. Forsætisráðherra átti fund með Hans heilagleika Bartólemeus I, samkirkjulega patríarkanum í Konstantínóbel þar sem rædd voru umhverfis- og loftslagsmál og skýrði Hans heilagleiki meðal annars út hlutverk kirkju sinnar. Þá átti forsætisráðherra fund með Henry Puna, forsætisráðherra Cook-eyja þar sem helst bara á góma sjávarútvegmál og fiskveiðistjórnunarkerfið íslenska, ferðamannaiðnaðurinn og loftslagsbreytingar - auk þess sem báðir lýstu ánægju með nýstofnað stjórnmálasamband eyjanna.

  • Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, ásamt Hans Heilagleika Bartólemeus I - mynd
  • Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, ásamt Henry Puna, forsætisráðherra Cook-eyja - mynd

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta