Skýrsla starfshóps um endurskoðun löggjafar um dýrasjúkdóma og dýralækna
Þann 23. maí 2016 var skipaður starfshópur um endurskoðun löggjafar um dýrasjúkdóma og dýralækna, með það að markmiði að búa til ein heildarlög um heilbrigði dýra, sem hefði þann tilgang að bæta almennt heilbrigði búfjár og gæludýra hvað alla sjúkdóma varðar. Starfshópurinn afhenti atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu skýrslu sína 17. október 2017.
Helstu áherslur í tillögum starfshópsins eru meðal annars að tryggja skilvirkni í tilkynningum og viðbrögðum við sjúkdómum, vanhöldum og slysum á dýrum, og að rekin sé öflug stofnun sem sinni rannsóknum, ráðgjöf og áhættumati vegna dýrasjúkdóma. Þá er lagt til að stofnað verði sérstakt ráð sem fari með leyfisveitingar, réttindamál og endurmenntun dýralækna og heilbrigðisstarfsmenn dýra, og fjalli um kærur, álitamál o.fl.
Skýrslan kemur til með að nýtast vel við vinnslu frumvarpa en vinna við þau mun hefjast fljótlega. Skýrslan er lögð fram til kynningar og er öllum frjálst að koma með athugasemdir eða ábendingar við efni hennar.