Hoppa yfir valmynd
19. október 2017 Heilbrigðisráðuneytið

Mönnun, menntun og starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga

Líf og heilsa - myndVelferðarráðuneytið

Ríkisendurskoðun telur mikilvægt að hraða nýliðun hjúkrunarfræðinga til að bregðast við skorti á hjúkrunarfræðingum innan íslensks heilbrigðiskerfis. Þetta kemur fram í nýrri stjórnsýsluúttekt stofnunarinnar. Í úttektinni kemur m.a. fram að í lok árs 2016 hafi um 225 stöðugildi hjúkrunarfræðinga verið ómönnuð innan íslensks heilbrigðiskerfis og að auki þurfi að fjölga stöðugildum um 180. Þar sem hjúkrunarfræðingar séu almennt í um 70% starfshlutfalli megi ætla að um 570 hjúkrunarfræðinga vanti til starfa í heilbrigðiskerfinu.

Stofnunin hvetur velferðarráðuneytið til að móta stefnu um mönnun hjúkrunarfræðinga innan heilbrigðisþjónustunnar til að tryggja gæði þjónustunnar. Eins þurfi ráðuneytið að vinna markvisst að því að gera íslenskar heilbrigðisstofnanir samkeppnishæfar um starfskrafta hjúkrunarfræðinga.

Ríkisendurskoðun hvetur mennta- og menningarmálaráðuneyti til að beita sér fyrir fjölgun nema í hjúkrunarfræði og að endurskoða flokkun hjúkrunarfræðináms í reiknilíkani háskólanna, sérstaklega með tilliti til þess hve veigamikill klínískur (verklegur) hluti námsins er.

Loks hvetur Ríkisendurskoðun Embætti landlæknis til að auka eftirlit með mönnun hjúkrunarfræðinga og kanna hvort hún sé í samræmi við umfang og eðli þjónustunnar. Jafnframt telur stofnunin mikilvægt að hugað sé að kostum þess að setja viðurkennd viðmið um lágmarksmönnun hjúkrunarfæðinga.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta