Hoppa yfir valmynd
23. október 2017 Utanríkisráðuneytið

Stjórnvöld veita 15 milljónum til Róhingja í flóttamannabúðum í Bangladess

Örmagna Róhingja-flóttakona. Mynd: UNHCR/Roger Arnold - mynd
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hefur ákveðið að veita 15 milljónum króna til aðstoðar Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna við Róhingja múslima, sem búa við afar erfiðar aðstæður í flóttamannabúðum í Bangladess. Tilkynnt var um framlögin á ráðstefnu sem haldin var í dag í Genf á vegum Samhæfingarskrifstofu aðgerða SÞ í mannúðarmálum, Flóttamannastofnunarinnar og Alþjóða fólksflutningastofnunarinnar þar sem óskað var eftir stuðningi ríkja við Róhingja.

Aðbúnaður flóttafólksins í Bangladess er mjög slæmur og mikill skortur á allri mannúðaraðstoð, s.s. skýlum, matvælaaðstoð, hreinu vatni og hreinlætisaðstöðu. Unnið er að því að í samstarfi við stjórnvöld í Bangladess að koma upp flóttamannabúðum á nýju landsvæði sem getur tekið á móti vaxandi fjölda flóttafólks og þar sem aðgengi að lífsnauðsynlegri aðstoð verður í boði.

Róhingja múslimar hafa sætt ofsóknum frá því Mjanmar öðlaðist sjálfstæði árið 1948. Í ágúst sl. brutust út átök í Rakhine-héraði þar sem flestir þeirra hafa verið búsettir og hefur um hálf milljón Róhingja flúið yfir til Bangladess sl. tvo mánuði. Mjög stór hluti flóttafólksins eru börn, eða um 250 þúsund. Fyrir í flóttamannabúðunum í Bangladess eru um 300 þúsund Róhingjar sem komu þangað í kjölfar átaka á tíunda áratugnum.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

Heimsmarkmið - mynd
Heimsmarkmið - mynd
Heimsmarkmið - mynd
Heimsmarkmið - mynd

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta