Nýtt áhættumat verður unnið um innflutning hunda og katta
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra mun láta semja nýtt áhættumat fyrir íslensk stjórnvöld vegna innflutnings hunda og katta. Sérstaklega verða möguleikar á breytingum vegna leiðsöguhunda skoðaðir. Áfram er lögð áhersla á að viðhalda hinni góðri stöðu sem Ísland hefur m.t.t. dýrasjúkdóma.
Dr. Preben Willeberg, fyrrverandi yfirdýralæknir í Danmörku, mun annast skýrslugerð. Hann hefur áður unnið skýrsluna: „Áhættumat vegna innflutnings lifandi dýra í frjálsu flæði samkvæmt reglum ESB“ sem birt var í september 2015.
Áætlað er að skýrslan verði tilbúin í apríl 2018.