Hoppa yfir valmynd
30. október 2017 Forsætisráðuneytið

Staðgengill forsætisráðherra sækir Norðurlandaráðsþing í Helsinki

Fáni Norðurlandaráðs - myndMagnus Fröderberg/norden.org

Norðurlandaráðsþing verður sett á morgun, þriðjudaginn 31. október, í Helsinki. Þar sem forsætisráðherra á ekki heimangengt, mun Kristján Þór Júlíusson mennta- og menningarmálaráðherra, sem jafnframt er samstarfsráðherra Norðurlanda, vera staðgengill forsætisráðherra, og taka þátt í störfum þingsins og forsætisráðherrafundum þeim tengdum. 

Á upphafsdegi þingsins mun staðgengill forsætisráðherra taka þátt í þemaumræðu forsætisráðherranna undir yfirskriftinni „Norðurlönd samþættasta svæði heims“.  

Á miðvikudag 1. nóvember munu forsætisráðherrar Norðurlandanna funda í eigin ranni og í framhaldi með leiðtogum Grænlands, Færeyja og Álandseyja. Einnig munu forsætisráðherrarnir funda með forsætisnefnd Norðurlandaráðs, forseta þess og framkvæmdastjóra. Þá er hefð fyrir því að forsætisráðherrar Norðurlanda og Eystrasaltsríkja fundi í tengslum við fundi Norðurlandaráðs.  

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta