Hoppa yfir valmynd
2. nóvember 2017 Dómsmálaráðuneytið

Drög að reglugerð um fullnustu refsinga til umsagnar

Drög að reglugerð um fullnustu refsinga er nú til umsagnar hjá ráðuneytinu. Umsagnarfrestur er til 20. nóvember og skulu umsagnir sendar á netfangið.

Í 98. gr. laga um fullnustu refsinga nr. 15/2016 var lögfest reglugerðarheimild fyrir ráðherra. Með þessari reglugerð fellur úr gildi reglugerð um fullnustu refsinga nr. 961/2005, með síðari breytingum.

Nýmæli í drögum að reglugerð um fullnustu refsinga eru eftirfarandi:

  • Settar eru ýtarlegar reglur um bakgrunnskoðanir fangavarða og öryggisstig bakgrunnskoðana.
  • Settar eru reglur um tegundir fangelsa, þ.e. að heimilt sé að skipta fangelsum upp í deildir, s.s. gæsluvarðhaldsdeildir, öryggisdeildir og meðferðardeildir. Sérstaklega er kveðið á um fyrirkomulag vistunar á öryggisdeild, sbr. álit umboðsmanns Alþingis nr. 7590/2013.
  • Settar eru reglur um lok afplánunar, þ.e. tilkynningar til félagsþjónustu viðkomandi sveitarfélags um lok afplánunar.
  • Settar eru reglur um vinnslu persónuupplýsinga hjá Fangelsismálastofnun ríkisins og í fangelsum ríkisins.

Ítrekað er að unnt er að senda ráðuneytinu umsagnir til og með 20. nóvember næstkomandi.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta