Hoppa yfir valmynd
20. nóvember 2017 Utanríkisráðuneytið

Norðrið dregur sífellt fleiri að

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra gerði þróun mála á norðurslóðum að umtalsefni í ræðu sinni á Hringborði norðurslóða, sem hófst í Edinborg, Skotlandi, í dag. Fór Guðlaugur Þór yfir þær breytingar sem orðið hafa í norðrinu á undanliðnum áratugum sem orðið hafa til bættra lífshátta og aukinnar velmegunar. „Norðrið dregur sífellt fleiri að. Í dag flytur fólk úr suðri til norðurs," sagði Guðlaugur Þór meðal annars í ræðu sinni. Utanríkisráðherra rifjaði einnig upp samskipti Íslands og Skotlands sem standa á gömlum merg og verða sífellt nánari, meðal annars á sviðum menntamála og ferðamennsku. Þá greindi ráðherra stuttlega frá undirbúningi fyrir formennsku Íslands í Norðurskautsráðinu, sem hefst árið 2019.

Utanríkisráðherra átti jafnframt fund með Nicola Sturgeon, fyrsta ráðherra Skotlands, þar sem málefni norðurslóða og Brexit voru til umræðu. „Það er gott að vera Íslendingur í Skotlandi. Skotar hafa ávallt staðið okkur nærri og með tíðari samgöngum aukast tækifæri okkar til að efla samskiptin enn frekar, meðal annars í málefnum norðurslóða en einnig í viðskiptum, ferðamennsku, menntun og vísindum," sagði Guðlaugur Þór Þórðarson.

Ávarp utanríkisráðherra á Hringborði norðurslóða

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

Heimsmarkmið - mynd

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta