Hoppa yfir valmynd
22. nóvember 2017 Heilbrigðisráðuneytið

Fyrsta skóflustunga að hjúkrunarheimili við Sléttuveg

Fyrsta skóflustunga að nýju hjúkrunarheimili við Sléttuveg tekin - myndVelferðarráðuneytið

Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra, Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík og Guðmundur Hallvarðsson, fyrrum formaður Sjómannadagsráðs, tóku í dag fyrstu skóflustunguna að nýju 99 rýma hjúkrunarheimili sem reist verður við Sléttuveg í Reykjavík. 

Byggingaframkvæmdir hefjast fljótlega og er stefnt að því að heimilið verði tilbúið innan tveggja ára.

Reykjavíkurborg leggur heimilinu til lóð og annast hönnun og verkframkvæmdir.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta