Fyrsta skóflustunga að hjúkrunarheimili við Sléttuveg
Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra, Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík og Guðmundur Hallvarðsson, fyrrum formaður Sjómannadagsráðs, tóku í dag fyrstu skóflustunguna að nýju 99 rýma hjúkrunarheimili sem reist verður við Sléttuveg í Reykjavík.
Byggingaframkvæmdir hefjast fljótlega og er stefnt að því að heimilið verði tilbúið innan tveggja ára.
Reykjavíkurborg leggur heimilinu til lóð og annast hönnun og verkframkvæmdir.