Hoppa yfir valmynd
23. nóvember 2017 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

UT-dagurinn haldinn 30. nóvember

Dagur upplýsingatækninnar 2017 verður haldinn á Grand hóteli í Reykjavík fimmtudaginn 30. nóvember. Fyrir hádegi fer fram vinnustofa um nýjungar í vefmálum ríkis og sveitarfélaga. Fjallað verður um vefstefnu og lýðræðisleg verkefni Reykjavíkurborgar, nýja samráðsgátt ráðuneytanna og sögð reynslusaga af þróun á nýjum vef stjórnarráðsins. Einnig verður fjallað um niðurstöður úttektarinnar „Hvað er spunnið í opinbera vefi 2017?“ og niðurstöður öryggisúttektar á sömu vefjum. 

Eftir hádegi verður ráðstefna með yfirskriftinni: Í öruggri sókn á netinu. Þar verður fjallað um breytingar á skipulagi upplýsingatæknimála hjá ríkinu og stefnumótun á því sviði. Síðan verður fjallað um netöryggismál í tveimur erindum.  Hið fyrra er um innleiðingu tilskipunar um netöryggismál og hið síðara er kynning á niðurstöðum úttektar sem framkvæmd var af Oxford-háskóla á stöðu Íslands í netöryggismálum og á hvaða sviðum er mikilvægast að bregðast strax við. Eftir kaffihlé er fjallað um eIdas-reglugerðina og innleiðingu hennar.  Að lokum verða pallborðsumræður þar sem fulltrúar fyrirtækja, stofnana og sveitarfélaga, sem eru vel á veg komin með undirbúning innleiðingar á persónuverndartilskipuninni, fjalla um hvernig best verði staðið að þeim málum.   

Dagur upplýsingatækninnar (UT-dagurinn) hefur verið haldinn árlega frá árinu 2006 af stjórnvöldum en að deginum standa samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið, Samband íslenskra sveitarfélaga og Skýrslutæknifélagið. Tilgangur dagsins er að fjalla um það sem er efst á baugi í upplýsingatæknimálum hjá stjórnsýslunni. Í ljósi vaxandi ógna sem steðja að öryggi upplýsinga, kerfa og neta þurfa opinberir aðilar að bregðast við m.a. með því að auka öryggi opinberra kerfa og undirbúa breytingar á löggjöf og ferlum.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta