Ísland og Brexit:
„Bretland er eitt af allra mikilvægustu samstarfsríkjum okkar. Að tryggja náin tengsl við Breta til framtíðar er því algjört forgangsverkefni. Til að geta komið auga á tækifærin sem þessar sviptingar gætu haft í för með sér er mikilvægt að vinna heimavinnuna vel. Þessi skýrsla er til marks um mikilvægi þessa viðfangsefnis,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra.
Upplýsingar um skipulag vinnunnar, næstu skref og samantekt á niðurstöðum má finna í inngangskafla skýrslunnar.
Ísland og Brexit: Greining hagsmuna vegna útgöngu Bretlands úr EES