Hoppa yfir valmynd
1. desember 2017 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Lilja Alfreðsdóttir tekur við embætti mennta- og menningarmálaráðherra

Lilja Alfreðsdóttir kom til starfa í mennta- og menningarmálaráðuneytinu í dag og tekur við embætti af Kristjáni Þór Júlíussyni, sem hefur gegnt embættinu frá 11. janúar 2017 en hann verður nú sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Lilja er alþjóðahagfræðingur að mennt og hefur starfað sem aðstoðarframkvæmdastjóri hjá Seðlabanka Íslands, fyrst á skrifstofu alþjóðasamskipta og markaðsmála árin 2001–2010, og síðar á skrifstofu seðlabankastjóra og alþjóðasamskipta árin 2013-2014 og 2016. Lilja var varaformaður menntaráðs Reykjavíkurborgar 2006–2010. Hún var ráðgjafi hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum í Washington 2010–2013 og starfaði sem verkefnastjóri í forsætisráðuneytinu 2014–2015.

Lilja var utanríkisráðherra 7. apríl 2016 til 11. janúar 2017.

Lilja hefur setið á Alþingi fyrir Framsóknarflokkinn í Reykjavíkurkjördæmi suður síðan 2016. Hún er jafnframt varaformaður flokksins.
Hún er með meistaragráðu frá Columbia University í alþjóðahagfræði og BA gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands.

Lilja er fædd í Reykjavík 4. október 1973. Eiginmaður Lilju er Magnús Óskar Hafsteinsson og eiga þau tvö börn.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta