Hoppa yfir valmynd
1. desember 2017 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Stjórnmálakonur og þjóðarleiðtogar frá um hundrað þjóðum funduðu í Reykjavík

Stjórnmálakonur og þjóðarleiðtogar frá um hundrað þjóðum funduðu í Reykjavík - myndVelferðarráðuneytið

Um fjögur hundruð stjórnmálakonur og þjóðarleiðartogar frá um hundrað löndum sóttu ársfund Women Political Leaders (WPL) í Hörpu dagana 28.-30. nóvember 2017. Ársfundurinn var haldinn í samstarfi samtakanna, Alþingis og ríkisstjórnar Íslands. Viðfangsefni fundarins voru margvísleg og var meðal annars rætt um stríðsglæpi gegn konum og þátttöku kvenna í friðarviðræðum, stjórnmálaþátttöku og efnahagslega valdeflingu og samþættingu kynja- og jafnréttissjónarmiða við stefnumótun og ákvarðanatöku stjórnvalda.

Fyrrverandi ráðherra jafnréttismála, Þorsteinn Víglundsson, tók þátt í pallborðsumræðum um reynslu leiðtoga af störfum á sviði jafnréttismála og hvaða leiðir séu færar til að ná enn betri árangri í málaflokknum. Hápunktur fundarins var þegar Katrín Jakobsdóttir mætti á svið ásamt fyrrum forseta Íslands, Vigdísi Finnbogadóttur, og var fagnað með standandi lófaklappi af ráðstefnugestum sem nýjum forsætisráðherra Íslands. Vigdís færði Katrínu óskir um velfarnaðar í starfi og bauð hana velkomna í Heimsráð kvenleiðtoga (Council of Women World Leaders) sem hún stofnaði ásamt öðrum kvenleiðtogum árið 1997 og í eiga sæti starfandi og fyrrverandi forsætisráðherrar og forsetar úr röðum kvenna.

Í ráðstefnuriti fundarins var birt grein um árangur Íslands á sviði jafnréttismála sem samin var af sérfræðingum í jafnréttisteymi velferðarráðuneytisins að beiðni Alþjóðaefnahagsráðsins.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta