Hoppa yfir valmynd
8. desember 2017 Heilbrigðisráðuneytið

Iðunn Garðarsdóttir aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra

Iðunn Garðarsdóttir aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra - mynd

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ráðið Iðunni Garðarsdóttur aðstoðarmann sinn í velferðarráðuneytinu.

 

Iðunn er fædd í Reykjavík árið 1989. Hún er stúdent frá Menntaskólanum við Hamrahlið, lauk BA-prófi í íslensku frá Háskóla Íslands árið 2013, BA-prófi í lögfræði frá sama skóla árið 2015 og meistaraprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands vorið 2017. Iðunn hefur starfað sem lögfræðingur hjá lögmannsstofunni Juris en lætur nú af störfum þar til að gegna starfi aðstoðarmanns.

Iðunn var virk í starfi Röskvu innan Háskóla Íslands, var formaður félagsins árin 2012-2013 og sat í Stúdentaráði og Háskólaráði fyrir hönd fylkingarinnar. Hún situr í málnefnd Háskóla Íslands. 

Iðunn var fyrsti varaþingmaður VG í Reykjavík norður á síðastliðnu þingi og situr í flokksráði Vinstrihreyfinginnar - græns framboðs. 

Iðunn er í sambandi með Skúla Arnlaugssyni.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta