Hoppa yfir valmynd
8. desember 2017 Matvælaráðuneytið

Samkomulag vegna síldveiða 2018

Síld: ©Jón Baldur Hlíðberg - mynd

Í gær lauk í Kaupmannahöfn fundi strandríkja um Norsk-Íslenska síld. Ekki náðist samkomulag um skiptingu heildarafla milli ríkja en aðilar komu sér saman um að miða sínar aflaheimildir við 435 þúsund tonna heildaraflamark. Ráðgjöf ICES, Alþjóðahafrannsóknaráðsins, byggð á aflareglu frá árinu 1999 hljóðaði upp á 384 þúsund tonn og var afstaða Íslands að við það aflamark yrði miðað. Ekki náðist samkomulag um slíkt og því var ákvörðunin að heildarafamarkið yrði um 50 þúsund tonnum hærra. Ísland féllst á þessa niðurstöðu til að samstaða næðist um aflamarkið og í ljósi þess að aflinn á árinu 2018 verður engu að síður innan varúðarmarka sem ICES hefur reiknað út.

 

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

Heimsmarkmið - mynd

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta