Hoppa yfir valmynd
13. desember 2017 Heilbrigðisráðuneytið

Heilbrigðisráðherra styður átak kvenna í læknastétt

  - myndVelferðarráðuneytið

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra styður aðgerðir kvenna í læknastétt til að uppræta kynbundið áreiti, ofbeldi og mismunun í starfi. Ráðherra hvetur konur og karla í heilbrigðisstéttum til að taka höndum saman og uppræta þennan alvarlega vanda.

Ég tek heilshugar undir yfirlýsingu kvenna í læknastétt og geri eftirfarandi orð þeirra að mínum: „Kynbundið ofbeldi, áreiti og mismunun á ekki að líðast, hvorki á vinnustöðum né annars staðar í samfélaginu.“ Svandís tekur einnig undir mikilvægi þess að stjórnendur taki á þessum málum af festu og að til séu skýrir verkferlar til að bregðast við þegar á reynir.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta