Hoppa yfir valmynd
18. desember 2017 Matvælaráðuneytið

Niðurstaða úthlutunar á ESB tollkvótum á landbúnaðarafurðum fyrir tímabilið janúar – desember 2018

Þriðjudaginn 12. desember sl. rann út tilboðsfrestur í tollkvóta vegna innflutnings á landbúnaðarafurðum  frá Evrópubandalaginu samkvæmt reglugerð nr. 1006/2017 fyrir tímabilið janúar – desember 2018.

Samtals bárust 18 gild tilboð í tollkvótann.

Nautgripakjöt í vörulið 0202. Tíu tilboð bárust í tollkvóta vegna innflutnings á nautgripakjöti, samtals 347.500 kg. á meðalverðinu 414 kr./kg.  Hæsta boð var 829 kr./kg. en lægsta boð var 0 kr./kg. Tilboðum var tekið frá sjö fyrirtækjum um innflutning á 100.000 kg. á meðalverðinu 797 kr./kg.

Svínakjöt í vörulið 0203. Níu tilboð bárust í tollkvóta vegna innflutnings á svínakjöti, samtals 548.000 kg. á meðalverðinu 201 kr./kg.  Hæsta boð var 500 kr./kg en lægsta boð var 0 kr./kg. Tilboðum var tekið frá sex fyrirtækjum um innflutning á 200.000 kg. á meðalverðinu 378 kr./kg.

Alifuglakjöt, í vörulið 0207. Níu tilboð bárust í tollkvóta vegna innflutnings á alifuglakjöti, samtals 643.000 kg á meðalverðinu 410 kr./kg.  Hæsta boð var 670 kr./kg en lægsta boð var 1 kr./kg. Tilboðum var tekið frá sex fyrirtækjum um innflutning á 200.000 kg á meðalverðinu 620 kr./kg.

Kjöti og ætum hlutum af dýrum, saltað í saltlegi, þurrkað eða reykt;...(**) í vörulið ex 0210. Átta tilboð bárust í tollkvóta vegna innflutnings á kjöti og ætum hlutum af dýrum, saltað í saltlegi, þurrkað eða reykt;...(**), samtals 64.000 kg. á meðalverðinu 244 kr./kg.  Hæsta boð var 401 kr./kg. en lægsta boð var 1 kr./kg. Tilboðum var tekið frá sjö fyrirtækjum um innflutning á 50.000 kg. á meðalverðinu 312 kr./kg.

Ostar og ystingur í vörulið 0406. Fimmtán tilboð bárust í tollkvóta vegna innflutnings á ostum og ystingi á vörulið 0406, samtals 264.000 kg. á meðalverðinu 499 kr./kg.  Hæsta boð var 831 kr./kg. en lægsta boð var 0 kr./kg. Tilboðum var tekið frá sex fyrirtækjum um innflutning á 80.000 kg. á meðalverðinu 765 kr./kg.

Ostur og ystingur í vörulið ex 0406;...(**). Sjö umsóknir bárust um tollkvóta vegna innflutnings á ostum og ystingi á vörulið ex 0406...(**) samtals 77.000 kg. Á grundvelli 5. gr. reglugerðar nr. 1006/2017 var úthlutað 15% af umsóttu magni til hvers fyrirtækis. Samtals var úthlutað 20.000 kg., til sjö fyrirtækja.

Pylsur og þess háttar vörur úr kjöti.... í vörulið 1601. Ellefu tilboð bárust í tollkvóta vegna innflutnings á pylsum og þess háttar vörum úr kjöti.... á vörulið 1601, samtals 125.000 kg. á meðalverðinu 305 kr./kg.  Hæsta boð var 501 kr./kg. en lægsta boð var 1 kr./kg. Tilboðum var tekið frá níu fyrirtækjum um innflutning á 50.000 kg. á meðalverðinu 467 kr./kg.

Annað kjöt.... í vörulið 1602. Þrettán tilboð bárust í tollkvóta vegna innflutnings á öðru kjöti.... á vörulið 1602, samtals 160.000 kg. á meðalverðinu 518 kr./kg.  Hæsta boð var 990 kr./kg. en lægsta boð var 1 kr./kg. Tilboðum var tekið frá sex fyrirtækjum um innflutning á 50.000 kg. á meðalverðinu 938 kr./kg.

Að tillögu ráðgjafanefndar um inn- og útflutning landbúnaðarvara hefur atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið úthlutað tollkvótum til eftirtalinna fyrirtækja á grundvelli tilboða og/eða umsókna þeirra:

 

Kjöt af nautgripum, fryst, 0202

Magn (kg)

Tilboðsgjafi

5.000

Einstök matvara ehf

25.000

Ekran ehf

18.000

Innnes ehf

1.500

Krónan hf

23.500

Samkaup

24.000

Sælkeradreifing ehf

3.000

Ölgerðin ehf

 

Svínakjöt, fryst, 0203 

Magn (kg)

Tilboðsgjafi

15.000

Ekran ehf

500

Garri ehf

1.000

Innnes ehf

50.000

Krónan hf

123.500

Mata ehf

10.000

Sælkeradreifing ehf

 

Kjöt af alifuglum, fryst, 0207

Magn (kg)

Tilboðsgjafi

77.703

Aðföng hf

10.000

Ekran ehf

10.000

Krónan hf

85.297

Mata ehf

2.000

Nautica ehf

15.000

Sælkeradreifing ehf

 

Kjöt og ætir hlutar af dýrum.. ex 0210 

Magn (kg)

Tilboðsgjafi

3.000

Aðföng hf

6.000

Ekran ehf

1.000

Garri ehf

10.000

Innnes ehf

8.000

Krónan hf

2.000

Madsa ehf

20.000

Sælkeradreifing ehf

 

Ostur og ystingur 0406

Magn (kg)

Tilboðsgjafi

20.000

Ekran ehf

6.000

Garri ehf

39.000

Innnes ehf

9.000

Krónan hf

4.000

Samkaup hf

2.000

Sælkeradreifing ehf

 

Ostur og ystingur ex 0406 Úthlutun á gr.v. 5. gr. reglugerðar nr. 1006/2017

Úthlutað magn (kg)

Tilboðsgjafi

3.000

Aðföng hf

3.000

Ekran ehf

3.000

Innnes ehf

3.000

Krónan hf

3.000

Nautica ehf

3.000

Samkaup hf

2.000

Sælkeradreifing ehf

 

Pylsur og þess háttar vörur 1601

Magn (kg)

Tilboðsgjafi

13.846

Ekran ehf

500

Garri ehf

2.000

Innnes ehf

5.000

Krónan hf

8.000

Market ehf

1.000

Mata ehf

5.000

Samkaup hf

12.000

Sælkeradreifing ehf

2.654

Ölgerðin ehf

 

Annað kjöt, hlutar úr dýrum.. 1602 

Magn (kg)

Tilboðsgjafi

3.000

Ekran ehf

5.000

Krónan hf

1.125

Mini Market ehf

1.875

Nautica ehf

36.000

Sælkeradreifing ehf

3.000

Ölgerðin ehf

 

Reykjavík, 18. desember 2017

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta