Fjárlagafrumvarpið: Útgjöld til félagsmála hækka um 21,3 milljarða króna
• Frítekjumark atvinnutekna aldraðra hækkar í 100.000 kr. á mánuði
• Bætur almannatrygginga hækka um 4,7% 1. janúar
• Framfærsluviðmið lífeyrisþega sem búa einir hækkar um rúm 7%
Í frumvarpi til fjárlaga ársins 2018 er gert ráð fyrir að bætur almannatrygginga og atvinnuleysistrygginga hækki um 4,7% 1. janúar næstkomandi. Frítekjumark atvinnutekna aldraðra hækkar úr 25.000 kr. á mánuði í 100.000 kr. Auk þess hækkar framfærsluviðmið lífeyrisþega sem búa einir úr 280.000 kr. á mánuði í 300.000 kr. eða um rúmlega 7%.
Hækkun útgjalda til verkefna sem heyra undir félags- og jafnréttismálaráðherra nemur 21,3 milljörðum króna frá fyrra ári samkvæmt frumvarpinu. Heildarútgjöldin verða 183,3 milljarðar króna og nemur hækkunin 13,1% frá útgjöldum þessa árs. Aukning útgjalda til almannatrygginga vegur þyngst af heildinni eða um 15,7 milljörðum króna.
Fyrsta skrefið í áætlun um hækkun hámarksgreiðslna úr Fæðingarorlofssjóði verður tekið um áramótin. Mánaðarleg greiðsla frá 1. janúar næstkomandi verður 520.000 kr. vegna barna fæddra 2018. Hámarksgreiðslur hafa þá hækkað úr 370.000 kr. frá október 2016 eða um rúmlega 40%.
Útgjöld eftir málefnasviðum dreifist á eftirfarandi hátt: