Hoppa yfir valmynd
8. janúar 2018 Heilbrigðisráðuneytið

Umsækjendur um Embætti landlæknis

Embætti landlæknis - myndVelferðarráðuneytið

Sex sóttu um Embætti landlæknis sem auglýst var laust til umsóknar á liðnu ári. Umsóknarfrestur rann út 4. janúar síðastliðinn.

Umsækjendur eru þessir:

  • Alma D. Möller, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landspítala
  • Arna Guðmundsdóttir, læknir og formaður Læknafélags Reykjavíkur
  • Bogi Jónsson, yfirlæknir við bæklunardeild Háskólasjúkrahússins í Norður Noregi
  • Jón Ívar Einarsson, prófessor við læknadeild Harvardháskólans í Boston
  • Kristinn Tómasson, yfirlæknir Vinnueftirlitsins
  • Óskar Reykdalsson, framkvæmdastjóri lækninga Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins

Heilbrigðisráðherra skipar í Embætti landlæknis til fimm ára í senn að undangengnu mati sérstakrar nefndar sem starfar á grundvelli 9. gr. laga um heilbrigðisþjónustu um mat hæfni umsækjenda. 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta