Ráðherra fundar með formanni grænlensku landsstjórnarinnar
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, átti fund í dag með Kim Kielsen, formanni grænlensku landsstjórnarinnar, en Kielsen fer einnig með umhverfismál í landsstjórninni.
Á fundi sínum ræddu ráðherrarnir meðal annars úrgangsmál sem er stórt viðfangsefni í Grænlandi, loftslagsmál, ferðamál og náttúruvernd, málefni Norðurslóða og samskipti landanna tveggja.
Síðar í dag mun Kielsen heimsækja Sorpu, Endurvinnsluna og Úrvinnslusjóð til að kynna sér stöðu úrgangsmála hér á landi.