Hoppa yfir valmynd
26. janúar 2018 Forsætisráðuneytið

Ríkisstjórnin styrkir íslenska tónlistarhátíð í Konzerthaus Berlin 2019

Konzerthaus í Berlín - myndAnsgar Koreng
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að veita 10 milljóna kr. framlag af ráðstöfunarfé sínu til undirbúnings íslensku tónlistarhátíðarinnar í Konzerthaus Berlin 2019.

Starfsárið 2019 – 2020 mun Víkingur Heiðar Ólafsson, píanóleikari, hafa stöðu staðarlistarmanns hjá Konzerthaus Berlin, einu virtasta tónlistarhúsi í Evrópu. Það ár er miðað við að Víkingur Heiðar hafi umsjón með sex til átta stórum verkefnum auk þess að koma fram sem einleikari hjá Konzerthaushljómsveitinni.

Tónlistarhátíðin er eitt af þeim verkefnum sem Víkingur Heiðar hefur hug á að standa fyrir með Konzerthaus Berlin í samvinnu við Sinfóníuhljómsveit Íslands og umboðsskrifstofuna HarrisonParrott, en auk þess hafa leiðandi tónlistarhús í Vín, Hamborg, París og Istanbúl sýnt verkefninu áhuga.

„Með slíkum hátíðum skapast dýrmætur og einstakur vettvangur til að kynna tónlist eftir íslensk tónskáld, leikna af okkar hæfustu einleikurum og Sinfóníuhljómsveit Íslands“, sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, að loknum fundi ríkisstjórnarinnar í morgun.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta