Önnur áætlun almennra framlaga vegna málefna fatlaðs fólks 2018
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur samþykkt eftirfarandi tillögu ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um endurskoðaða áætlun um úthlutanir framlaga vegna málefna fatlaðs fólks á árinu 2018.
Breytingar milli 1. og 2. áætlunar vegna ársins 2018 eru til komnar vegna breytinga á reiknaðri stuðningsþörf út frá fyrirliggjandi gögnum. Helstu ástæður breyttrar stuðningsþarfar eru:
- Nýliðun á árinu 2017.
- Framkvæmd endurmats á núverandi SIS mati.
- Aðrar breytingar í gagnagrunni, þ.m.t. andlát einstaklinga.