Innköllun jafnréttisáætlana til Jafnréttisstofu
Innköllun er hafin á jafnréttisáætlunum fyrirtækja með 250 starfsmenn eða fleiri. Þetta er liður í eftirliti Jafnréttisstofu með lögum nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Þessi fyrirtæki eiga samkvæmt lögunum að hafa öðlast jafnlaunavottun í lok þessa árs.
Aðgerðabundin jafnréttisáætlun á grundvelli 18. gr. laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla er ein forsenda þess að fyrirtæki og stofnanir fái jafnlaunavottun.