Hoppa yfir valmynd
1. mars 2018 Heilbrigðisráðuneytið

Tillögur um lækkun tannlæknakostnaðar lífeyrisþega í mótun

Velferðarráðuneytið í Skógarhlíð - myndVelferðarráðuneytið

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur skipað starfshóp til að fjalla um aukna greiðsluþátttöku ríkisins í tannlækningum aldraðra og öryrkja. Hópurinn á að skila ráðherra tillögum 1. apríl 2018.

Starfshópnum er ætlað að gera tillögur um hvernig tryggja megi að fjárframlög vegna kostnaðar aldraðra og öryrkja við tannlæknaþjónustu nýtist sem best í samræmi við þarfir þeirra sem þurfa á þjónustu að halda. Samkvæmt fjárlögum þessa árs er hálfur milljarður króna til ráðstöfunar í því skyni að draga úr greiðsluþátttöku lífeyrisþega vegna tannlæknaþjónustu.

Samkvæmt reglugerð nr. 451/2013 um hlutdeild sjúkratryggðra í kostnaði við tannlækningar ætti greiðsluþátttaka ríkisins í kostnaði aldraðra og öryrkja við tannlækningar að nema 75% að jafnaði og vera einstaklingum á hjúkrunarheimilum að kostnaðarlausu.

Greiðsluhlutfallið sem kveðið er á um í reglugerðinni tekur mið af gjaldskrá Sjúkratrygginga Íslands vegna tannlækninga lífeyrisþega sem hefur verið óbreytt frá árinu 2004. Hún endurspeglar því engan veginn raunverulegan tannlækniskostnað lífeyrisþega sem greiða samkvæmt gjaldskrá starfandi tannlækna. Í raun nema því greiðslur ríkisins að jafnaði um fjórðungi af þeim kostnaði sem lífeyrisþegar greiða fyrir tannlækningar.

Fyrsta skref í lækkun tannlæknakostnaðar lífeyrisþega verður stigið eftir mitt þetta ár en með fjárlögum 2018 var ákveðið að auka framlög til þessa verkefnis um hálfan milljarð króna.

Formaður starfshópsins er Þórunn Pálína Jónsdóttir. Aðrir nefndarmenn eru;

  • Helga Ágústsdóttir, án tilnefningar
  • Hólmfríður Guðmundsdóttir, tilnefnd af Embætti landlæknis
  • Elín Sigurgeirsdóttir, tilnefnd af Tannlæknafélagi Íslands
  • Magnús Björnsson, tilnefndur af Tannlæknafélagi Íslands
  • Vilhjálmur Hjálmarsson, tilnefndur af Öryrkjabandalagi Íslands
  • Þórunn H. Sveinbjörnsdóttir, tilnefnd af Landssambandi eldri borgara

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta