Halla Gunnarsdóttir leiðir starf stýrihóps um úrbætur að því er varðar kynferðislegt ofbeldi
Halla hefur víðtæka reynslu af mannréttindamálum og í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi og áreitni. Hún starfaði áður sem skrifstofustjóri hjá breska Kvennalistanum (The Women’s Equality Party) þar sem hún leiddi stefnumótun samtakanna. Þá starfaði Halla á alþjóðlegri lögmannsstofu í Lundúnum, McAllister-Olivarius, sem sérhæfir sig í málum er lúta að kynbundnu áreitni á vinnustöðum, innan menntastofnana og á internetinu.
Á árunum 2009-2013 starfaði Halla sem aðstoðarmaður Ögmundar Jónassonar, innanríkisráðherra og heilbrigðisráðherra. Þar leiddi hún m.a. samráð um meðferð nauðgunarmála, hafði frumkvæði að vitundarvakningu um kynferðislegt, andlegt og líkamlegt ofbeldi gegn börnum í samstarfi við velferðarráðuneytið, innanríkisráðuneytið og mennta- og menningarmálaráðuneytið.
Halla er fyrrum blaðamaður og hefur verið virk í baráttunni gegn kyndbundnu ofbeldi, þar á meðal á vettvangi Femínistafélags Íslands.
Halla hóf störf 1. mars og mun vinna að verkefninu á grundvelli verksamnings við forsætisráðuneytið.