Dómsmálaráðuneytið óskar eftir að ráða upplýsingafulltrúa til starfa
Dómsmálaráðuneytið óskar eftir að ráða upplýsingafulltrúa til starfa. Upplýsingafulltrúi ber ábyrgð á fjölmiðlatengslum og ritstýrir vefjum ráðuneytisins. Upplýsingafulltrúa er ætlað að vinna að kynningu á starfsemi ráðuneytisins og verkefnum þess og vera ráðherra, ráðuneytisstjóra og öðrum starfsmönnum til ráðgjafar um samskipti við fjölmiðla. Hann fylgist með fréttaflutningi af starfsemi ráðuneytisins og ráðherra og veitir fjölmiðlum og almenningi upplýsingar.
Leitað er að drífandi einstaklingi með góða samvinnu- og samskiptahæfni sem hefur áhuga á að taka þátt í mótun nýrra vinnubragða með hópi áhugasamra starfsmanna við uppbyggingu nýs ráðuneytis.
Helstu verkefni:
- Umsjón með samskiptum dómsmálaráðuneytisins við fjölmiðla, svör við fyrirspurnum, gerð fréttatilkynninga o.fl.
- Ritstjórn og efnisskrif á vefjum dómsmálaráðuneytisins, á íslensku og ensku.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun sem nýtist í starfi.
- Reynsla af blaða/fréttamennsku.
- Mjög gott vald á íslensku og ensku og færni til að tjá sig í ræðu og riti. Kunnátta í öðrum tungumálum er kostur.
- Færni í tölvunotkun. Kunnátta í vefumsjónarkerfum er kostur.
- Geta til að vinna hratt og vel undir álagi.
- Frumkvæði, drifkraftur og jákvæðni.
- Samvinnu og samskiptalipurð og góð framkoma.
Nánari upplýsingar veitir Haukur Guðmundsson, ráðuneytisstjóri í síma 545 9000.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Umsóknarfrestur er til og með 26. mars nk.
Umsókn skal fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem umsækjandi gerir grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi til að gegna starfinu.
Athygli er vakin á því að umsóknir munu gilda í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út. Um fullt starf er að ræða. Laun greiðast samkvæmt kjarasamningi Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins og fjármála- og efnahagsráðherra.