Hoppa yfir valmynd
13. mars 2018 Heilbrigðisráðuneytið

Blóðgjafi heiðraður

Óli Þór ásamt heilbrigðisráðherra með viðurkenninguna - mynd

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra afhenti í dag Óla Þór Hilmarssyni viðurkenningu fyrir að hafa gefið blóð 175 sinnum. Blóðgjafafélag Íslands heiðar ár hvert blóðgjafa sem hvað oftast hafa gefið blóð sem þakklætisvott til þeirra og um leið hvatningu til annarra að gefa blóð ef þeir geta.

Blóðgjafafélagið verður 37 ára innan skamms. Á árlegum aðalfundum félagsins er það eitt aðalverkefnið að heiðra blóðgjafa fyrir merka áfanga í blóðgjöfum. Framan af voru blóðgjafar heiðraðir fyrir 25 og 50 blóðgjafir, en þegar fram liðu stundir hækkuðu viðmiðin eftir því sem aldurinn færðist yfir einarða blóðgjafa. Þeir sem oftast hafa gefi blóð í tíð Blóðgjafafélagsins hafa gert það 200 sinnum.

Svandís þakkaði Óla Þór fyrir hans góða framlag til heilbrigðisþjónustunnar þegar hún veitti honum viðurkenninguna í velferðarráðuneytinu í dag. Á meðfylgjandi mynd eru mynd af ráðherra og Óla Þór ásamt Jóni Svavarssyni formanni Blóðgjafafélagi Íslands.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta