Hoppa yfir valmynd
13. mars 2018 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Drög að reglugerð um stjórnvaldssektir fyrir brot á einstökum ákvæðum efnalaga í kynningu

Reglugerðin tekur m.a. til plöntuverndarvara - myndBenjamin Suomela / Norden.org
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að reglugerð um stjórnvaldssektir fyrir brot á einstökum ákvæðum efnalaga.

Markmið reglugerðarinnar er að ákveða fjárhæðir stjórnvaldssekta fyrir brot á einstökum ákvæðum efnalaga innan þess ramma sem ákveðinn er í 4. mgr. 62. gr. laganna og tryggja þannig að beiting stjórnvaldssekta vegna brota á einstökum ákvæðum laganna sé fyrirsjáanleg og gegnsæ.

Í þessu felst ákvörðun um fjárhæð stjórnvaldssekta vegna brota m.a. vegna skráningarskyldu, framleiðslu, markaðssetningu og notkunar, markaðsleyfa, ófullnægjandi öryggisblaða og öryggisskýrslna, og rangra eða ófullnægjandi merkinga og umbúða. Reglugerðin nær til eiturefna, tiltekinna varnarefna, ósoneyðandi efna, plöntuverndarvara, sæfivara, snyrtivara og eldsneytis.

Við gerð reglugerðarinnar var haft samráð við Umhverfisstofnun og Samtök atvinnulífsins.

Frestur til að skila umsögnum um reglugerðardrögin er til 27. mars nk. og má senda þær í gegn um Samráðsgátt Stjórnarráðsins

Samráðsgátt: Drög að reglugerð um stjórnvaldssektir fyrir brot á einstökum ákvæðum efnalaga

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta