Hoppa yfir valmynd
23. mars 2018 Forsætisráðuneytið

Samfélagslegar áskornir í vísindum til umræðu á fundi Vísinda- og tækniráðs

32. fundur Vísinda- og tækniráðs, og sá fyrsti undir formennsku Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra, var haldinn í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í dag. Á fundinum voru málefni tengd samfélagslegum áskorunum í vísindum rædd í samræmi við þá aðgerð í stefnu og aðgerðaáætlun Vísinda- og tækniráðs 2017-2019 er lýtur að því að skilgreina meiriháttar samfélagslegar áskoranir sem Ísland stendur frammi fyrir og vinna markvisst að því að takast á við þær. Í því sambandi verða 3–5 áherslusvið skilgreind þar sem eflt verður þverfaglegt samstarf um rannsóknir og nýsköpun, með þátttöku háskóla, rannsóknarstofnana og fyrirtækja. Þá voru siðamál í vísindum og rannsóknum einnig til umræðu á fundinum, svo og málefni sérstakrar nefndar um óheiðarleika í vísindum.

Vísinda- og tækniráð hefur það hlutverk að efla vísindarannsóknir, vísindamenntun og tækni¬-þróun í landinu í því skyni að treysta stoðir íslenskrar menningar og auka sam¬keppnis¬hæfni atvinnulífsins. Ráðið starfar samkvæmt lögum nr. 2/2003 um Vísinda- og tækniráð.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á hjalp@utn.is

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta