Hoppa yfir valmynd
3. apríl 2018 Innviðaráðuneytið

Ný reglugerð um framlög Jöfnunarsjóðs vegna þjónustu við fatlað fólk

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur gefið út nýja reglugerð um framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna þjónustu við fatlað fólk á árinu 2018. Reglugerðin er sett á grundvelli laga um tekjustofna sveitarfélaga.

Reglugerðin er nr. 320/2018 og fallið hefur úr gildi reglugerð um framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna þjónustu við fatlað fólk á árinu 2017.

Meðal annarra breytinga sem fram koma í nýrri reglugerð er að áætluðum rekstarartekjum Jöfnunarsjóðs vegna þjónustu við fatlað fólk skal skipta með eftirfarandi hætti:

  • 88% skiptast hlutfallslega miðað við niðurstöður mælinga á útgjaldaþörf,
  • 10,75% skiptast hlutfallsega miðað við áætlaðan útsvarsstofn sveitarfélaga 2018,
  • 1,25% skiptast hlutfallslega miðað við fjarlægðir innan þjónustusvæða og að teknu tilliti til fjölda sveitarfélaga innan svæða.

Þá er gerð sú breyting við útreikning framlaganna á árinu 2018 að í stað þess að miða reiknaða útgjaldaþörf til þjónustusvæða við 4. flokk SIS matsins, eins og gert hefur verið frá yfirfærslu málaflokksins árið 2011, verður nú miðað við 5. flokk SIS matsins við útreikning á útgjaldaþörf.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta