Hoppa yfir valmynd
6. apríl 2018 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Samtökin ´78 fá styrk frá ríkisstjórn Íslands í tilefni af 40 ára afmæli samtakanna

Merki Samtakanna '78 - myndSamtökin '78
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun, að tillögu Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra, að veita 3,5 millj. kr. framlag af sameiginlegu ráðstöfunarfé ríkisstjórnarinnar í verkefni á vegum Samtakanna´78 í tilefni af 40 ára afmæli samtakanna.

Samtökin ´78 fagna 40 ára afmæli sínu þann 9. maí nk. Af því tilefni hyggjast samtökin ráðast í fjölmörg metnaðarfull verkefni á afmælisárinu í því skyni að vekja athygli á þessum merku tímamótum í sögu samtakanna.

Er þar m.a. um að ræða útgáfu veglegs afmælisrits þar sem m.a. verður fjallað um hinsegin fólk, sögu þess og samtímann. Þá má nefna afmælishátíð samtakanna í Iðnó, laugardaginn 23. júní nk., þar sem hinsegin tónlist, sögur og skemmtun af hinu ýmsu tagi verður á boðstólunum. Þá munu samtökin standa fyrir sögusýningu í samvinnu við Þjóðminjasafnið þar sem sýningu á vegum safnsins verður umbreytt í hinsegin sögusýningu. Loks stendur til að safna saman heimildum úr sögu Samtakanna ´78 með það fyrir augum að gefa út sögu samtakanna.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta